Döffblaðið
Döffblaðið kom fyrst út í mars 1997 og er helsta málgagn Félags heyrnarlausra. Blaðið er gefið út einu sinni til tvisvar sinnum á ári. Í blaðinu kemur félagið á framfæri ýmsum upplýsingum og fræðsluefni er lýtur að menningu döff, sögu og helstu baráttumálum. Tilgangur blaðsins í dag er fyrst og fremst að uppfræða, ekki aðeins döff heldur einnig hið heyrandi samfélag. Ef þú óskar eftir að fá birta grein eða fá blaðið sent heim að þér að kostnaðarlausu getur þú sent póst á doffbladid[hjá]deaf.is