Vantar þig ráðgjöf?
Félagið býður hvers konar ráðgjöf og álit er snúa að málefnum döff og hefur hagsmuni félagsmanna ávallt að leiðarljósi sem tryggir þeim jafnræði hvarvetna í samfélaginu.
Atvinnuráðgjöf
Á skrifstofu Félags heyrnarlausra er starfandi atvinnuráðgjafi sem leitast við að aðstoða félagsmenn í atvinnumálum. Atvinnuráðgjafi félagsins er Laila Margrét Arnþórsdóttir, bóka þarf tíma með tölvupósti laila@deaf.is eða með SMS í síma 898 9962.
Lögmannsþjónusta
Foss lögmenn sinnir lögfræðilegum verkefnum fyrir stjórn Félags heyrnarlausra og hagsmunagæslu félagsins í þeim margvíslegu baráttumálum sem það heyir.
Félagsmönnum stendur til boða lögmannsþjónusta frá Foss lögmönnum á sömu kjörum, en veittur er fastur afsláttur frá gjaldskrá lögmannsstofunnar.
Þjónustan sem í boði er fyrir félagsmenn er á flestum þeim sviðum sem félagsmenn geta þurft á lögmanni að halda, s.s. vegna fjölskyldu- og erfðamála, skuldamála, fasteignamála og sakamála þegar þörf er á réttargæslumanni eða verjanda. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni lögmannsstofunnar www.
Til að fá frekari upplýsingar um þjónustuna er ykkur velkomið að hafa samband í síma 537 5111 eða senda tölvupóst á netfangið karolina@