Sumar 2015 - Istanbul, Tyrklandi

25. júlí – 1. ágúst 2015

Alheimssamtök heyrnarlausra héldu aðalfund og ráðstefnu í Istanbúl í Tyrklandi dagana 25.júlí til 1.ágúst 2015. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður og Hjördís Anna Haraldsdóttir stjórnarmaður fóru fyrir hönd félagsins.

Stjórn Fh tók þá ákvörðun að senda tvo fulltrúa fyrir hönd Fh á WFD 2015.  Fulltrúar DNR, Norðurlandaráðs höfðu komið sér saman um að vera saman á hóteli á meðan aðalfundi og ráðstefnu WFD stæði yfir til að auðvelda samstarf okkar og samskipti á tímabilinu. Venjan hefur verið að DNR skipuleggi Víkingkvöld á meðan ráðstefnunni stendur og er markmið hennar að kynna samtökin á norðurlöndum ásamt kynningu á samstarfi DNR.

Á aðalfundinum var farið yfir hefðbundin fundarstörf,  þurfti því miður að bæta einum fundardegi til viðbótar. Formaður WFD Colin Allen var jafnframt fundarstjóri á fundinum, fulltrúar WFD tóku að sér að kynna ef um tillögur var að ræða. Þótti okkur fulltrúum að gera mætti betur og hafa hlutlausan fundarstjóra til að stýra betur fundinum. Einhverjir áttu bókað flug heim eftir áætlaðan fundartíma sem gat komið niður á fundarstörf þar sem fulltrúum fækkaði verulega á þriðja degi. 

Einhverjir fulltrúar voru ekki sáttir við þau lög WFD að til að geta tilnefnt kandídata fyrir formann eða meðstjórnar WFD þá er skylda að aðildarlöndin séu búin að greiða meðlimagjöldin við ársbyrjun og skuldi ekki eldri meðlimagjöld. Colin Allen var sjálfkjörin formaður WFD, kosið var um varaformann og buðu tveir kandídatar sig fram. Dr.John Murray frá Ameríku og Dr.Terry Riley frá Bretlandi.  Dr.John Murray fékk flestu atkvæðin, með meðstjórnendur þurfti ekki að kjósa þar sem það voru ekki fleiri en fjöldi stjórnarmanna inni í WFD. 

Rætt var um lagabreytingar sem voru mest breytinar á texta og málfræði og voru þau nær öll samþykk.

Mikill tími fór í að ræða um ársgjöld til WFD, tillögur frá WFD hvernig eigi að flokka eða skipta upp eftir getu þjóða til að greiða ársgjöld. Vestrænu löndin höfðu lítið um þetta að segja þar sem þetta hefur ekki mikil áhrif á þau en hefur mikil áhrif á þau lönd sem hafa ekkert sem lítið á milli handa til að greiða ársgjöld WFD. Engin niðurstaða kom og verður þessi umræða tekin upp hjá stjórn WFD og síðar á næsta WFD aðalfundi sem verður árið 2019 í París.

Tvö lönd buðu sig fram til að hafa WFD 2019, það voru Hong Kong og Frakkland. Litlu munaði á milli, Hong Kong fékk 35 atkvæði og Frakkland 38 atkvæði.

Farið var yfir nokkrar tillögur sem bárust WFD fyrir aðalfund