Dagur Döff
Dagur Döff eða Dagur heyrnarlausra er alþjóðlegur baráttudagur döff sem fer fram 4. helgi í september ár hvert. Dagur Döff var haldinn hátíðlegur á Íslandi í fyrsta sinn þann 25. september 1993 og sá Félag heyrnarlausra um skipulagningu. Markmiðið er að vekja athygli einstaklinga, samfélags og stjórnvalda á samfélagi döff. Þá sérstaklega í þeim tilgangi að efla réttindi döff og varpa ljósi á sérstök málefni í tengslum við mannréttindamál sem erindi eiga við hið stóra samfélag.
Stefnt er að því að hin pólitísku skilaboð berist sem víðast í samfélaginu, m.a. með fjölmiðlaumfjöllun. Þá verður opin ráðstefna haldin, sýningar og boðið upp á fjölbreytileg hátíðarhöld fyrir alla aldurshópa.