Hvað gerir Félag heyrnarlausra?
video Félag heyrnarlausra er öflugt hagsmunafélag sem var stofnað 11. febrúar 1960. Félagið býr yfir mikilli þekkingu á málefnum er varða íslenskt táknmál og menningarsamfélag heyrnarlausra. Félag heyrnarlausra veitir hvers konar ráðgjöf og álit er snúa að málefnum heyrnarlausra og hefur hagsmuni félagsmanna ávallt að leiðarljósi sem tryggir þeim jafnræði hvarvetna í samfélaginu. Helstu starfsþættir félagsins eru hagsmunamál heyrnarlausra, félagsstarfsemi, menningarmál, þjónusta og ráðgjöf við félagsmenn. Með heimasíðu félagsins er markmiðið að gera skilmerkilega grein fyrir starfsemi og þjónustu Félags heyrnarlausra. Þeir sem vilja kynnast starfsemi félagsins nánar, geta séð þar m.a. fundargerðir stjórnar, skýrslur og greinar félagsins.