Döffsjóður

Úthlutunarsjóður
Skipulagsskrá 

1. gr.
Sjóðurinn heitir styrktarsjóður Döff.  Hann er stofnaður 1. júní 2011 og er stofnfé 3 milljónir króna.  Sjóðurinn mun starfa í 3 ár og verður úthlutað árlega úr sjóðnum 1 milljón króna.  Sjóðurinn er í vörslu Félags heyrnarlausra, kt: 600776-0379, til heimilis að Þverholti 14, 105 Reykjavík.
 
2. gr.
Sjóðurinn er ætlaður félagsmönnum og er markmið sjóðsins að efla þekkingu er tengist hagsmunum döff og táknmáli.  Má þar nefna þátttöku döff  menningarviðburða, skipulagðra íþróttaviðburða, fyrirlestra, ráðstefnur og öðru er eflir menningu og samskipti heyrnarlausra barna, unglinga, æskulýðsmót og mót aldraða og kann að nýtast einstaklingum eða félaginu í starfi.
 
3. gr.
Sjóðurinn stofnaður til þriggja ára með stofnfé upp á 3 milljónir af Félagi heyrnarlausra.  Höfuðstóll sjóðsins fyrnist á þremur árum og verður því úthlutað einni milljón króna úr sjóðnum árlega.  Sjóðurinn verður endurskoðaður og nýtt stofnfé sett í ef þjóðfélagslegar aðstæður leyfa auk samþykkis meirihluta félagsmanna á aðalfundi að þremur árum liðnum.
 
4. gr.
Félagsmaður getur sótt um styrk í sjóðinn á hverju ári en ekki fengið úthlutað 2 ár í röð.  Hámarks úthlutun er 30 þúsund krónur á einstakling.
 
5. gr.
Styrki skal veita úr sjóðnum 2 sinnum á ári, 1. júní og  1. desember og skulu þeir auglýstir opinberlega á heimasíðu félagsins og  á töflu innan félagsins mánuði fyrr.  Stjórninni er heimilt að hafna umsóknum sem hún telur ekki fullnægja skilyrðum til úthlutunar.  Stjórnin ákveður upphæð styrkja sem mega vera breytilegir en þó að hámarki 30 þúsund krónur.  Ekki er skylt að úthluta árlegri úthlutun sjóðsins á hverju ári.  Sé það ekki gert, hækkar ráðstöfunarfé sjóðsins til úthlutunar sem því nemur næsta/næstu ár á eftir.
 
6. gr.
Í stjórn sjóðsins sitja allir fulltrúar stjórnar Félags heyrnarlausra.

Reglur-fyrir-Styrktarsjod-Doff-2022