2. gr. Skilgreiningar
Í samningi þessum er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
- „samskipti“ merkir meðal annars tungumál, framsetning á texta, blindraletur, snertitáknmál, stækkað letur og aðgengilega margmiðlun, auk þess ritmál, talmál, auðskilið mál talgervla, óhefðbundnar tjáningarleiðir, þar með talið aðgengilega upplýsinga- og samskiptatækni
- „tungumál“ merkir meðal annars talað mál og táknmál og annars konar mál sem ekki er talað,
- „mismunun vegna fötlunar“ merkir hvers konar aðgreiningu, útilokun eða takmörkun vegna fötlunar sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að torvelda eða koma í veg fyrir að fatlað fólk fái viðurkennd, notið eða nýtt sér, til jafns við aðra, öll mannréttindi og grundvallarfrelsi á sviði stjórnmála, efnahagsmála, félagsmála og menningarmála sem borgarar eða á öðrum sviðum. Þetta tekur til mismununar í hvaða mynd sem er, meðal annars að fötluðu fólki sé neitað um viðeigandi aðlögun,
- „viðeigandi aðlögun“ merkir nauðsynlegar og viðeigandi breytingar og lagfæringar, sem eru ekki umfram það sem eðlilegt má teljast eða of íþyngjandi, þar sem þeirra er þörf í sérstöku tilviki, til þess að tryggt sé að fatlað fólk fái notið eða geti nýtt sér, til jafns við aðra, öll mannréttindi og grundvallarfrelsi,
- „algild hönnun“ merkir hönnun framleiðsluvara og umhverfis, áætlanir og þjónustu sem allir geta nýtt sér, að því marki sem mögulegt er, án þess að koma þurfi til sérstök útfærsla eða hönnun.
- „Algild hönnun“ útilokar ekki hjálpartæki fyrir tiltekna hópa fatlaðs fólks, sé þeirra þörf.