Félagsstarf

Video

Innan Félags heyrnarlausra er fjölbreytt félagsstarf í höndum félagsmanna. Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á íþrótta-, élags- og tómstundastarf fyrir fólk á öllum aldri. Slíkar samkomur eru vettvangur fyrir fólk að hittast, eiga samskipti á sínu tungumáli, skapa og gera eitthvað skemmtilegt. Hver deild hefur sína eigin dagskrá sem samanstendur af ýmsum spennandi hlutum fyrir fólk á öllum aldri.

Döff 55+

video Eldri borgarar starfrækja deild innan Félags heyrnarlausra fyrir félagsmenn eldri en 55 ára. Deild aldraðra lýtur stjórn félagsins en hefur þó sína eigin stjórn sem heldur utan um starfsemi deildarinnar og er ábyrg fyrir henni. Markmiðið er að halda uppi félagslífi fyrir aldraða og rjúfa einangrun þeirra. Norræn mót aldraðra eru haldin aðra á tveggja ára fresti og hefur deildin tekið þátt í þeim til að efla tengslanet við aðra heyrnarlausa eldri borgara á Norðurlöndum. Í Gerðubergi í Breiðholti er regluleg dagskrá fyrir eldri borgara. Þar er starfsmaður sem heldur utan um dagskrána og hafa heyrnarlausir eldri borgarar tækifæri til að hittast tvisvar í viku og eiga þar góðar stundir.

Formaður deildar eldri borgara er Júlía Guðný Hreinsdóttir.


ÍFH

video Íþróttafélag heyrnarlausra, skammstöfun ÍFH starfar sem deild innan Félag heyrnarlausra fyrir íþróttaiðkendur félagsins. Í ÍFH er hægt að stofna íþróttadeildir er snúa að áhugamáli þeirra sem vilja stunda íþróttina. Starfsemin er háð samþykki stjórnar félagsins er snýr að fjáröflunum og skipulagi stærri keppnisferða. Ýmsar íþróttadeildir eru starfandi og er starfsemi þeirra rekin undir ábyrgð iðkenda í hverri grein fyrir sig. Markmið ÍFH er að styðja áhuga döff á íþróttum og koma til móts við virka íþróttaiðkendur.