Saga heyrnarlausra á Íslandi

Bókin „Saga heyrnarlausra á Íslandi“ er saga baráttu og breyttra viðhorfa gagnvart heyrnarlausum á Íslandi. Margt hefur áunnist en ekki átakalaust. Mikilvæg saga þar sem leitað var aftur til Hávamála til að finna fyrstu sögur um heyrnarlausa hér á landi. 

Forsíðu Sögu heyrnarlausra á Íslandi

Höfundur: Reynir Berg Þorvaldsson

Þann 11. febrúar 2010 fagnaði Félag heyrnarlausra 50 ára afmæli sínu. Í tilefni af þessum áfanga ákvað félagið að gefa út bók um sögu heyrnarlausra á Íslandi. Bókin spannar sögu heyrnarlausra á Íslandi allt frá miðöldum og fram til dagsins í dag. Bókin skiptist í þrjá meginkafla; sögu heyrnarlausra á Íslandi fram til ársins 1867 og veitt er raunveruleg innsýn í líf og hugarheim heyrnarlausra, skólamál heyrnarlausra sem er stór þáttur í sögu heyrnarlausra og fjallað er um upphaf, þróun og endalok gamla Heyrnleysingjaskólans. Þá er farið yfir helstu þáttaskil í félags- og réttindamálum heyrnarlausra síðastliðna hálfa öld. 

Tilboðsverð: 3.900 kr