30. gr. Þátttaka í menningarlífi, tómstunda-, frístunda- og íþróttastarfi
- Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til þess að taka þátt í menningarlífi til jafns við aðra og skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk:
- njóti aðgengis að menningarefni á aðgengilegu formi,
- njóti aðgengis að sjónvarpsdagskrám, kvikmyndum, leikhúsi og öðrum menningarviðburðum á aðgengilegu formi,
- njóti aðgengis að stöðum þar sem menningarefni eða þjónusta á sviði menningar fer fram, t.d. leikhúsum, söfnum, kvikmyndahúsum, bókasöfnum og ferðamannastöðum og njóti, eftir því sem við verður komið, aðgengis að minnisvörðum og stöðum sem eru mikilvægir í þjóðmenningarlegu tilliti.
- Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir til þess að fatlað fólk fái tækifæri til að þróa og nota sköpunargáfu sína og listræna og vitsmunalega getu, ekki einvörðungu í eigin þágu heldur einnig í því skyni að auðga samfélagið.
- Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir, í samræmi við alþjóðalög, til þess að tryggja að í lögum, sem vernda hugverkarétt, séu ekki ákvæði sem koma á ósanngjarnan hátt, eða með einhverjum þeim hætti sem hefur mismunun í för með sér, í veg fyrir að fatlað fólk hafi aðgang að menningarefni.
-
Fatlað fólk skal eiga rétt á, til jafns við aðra, að sérstök menningarleg samsemd þess og samsemd með tilliti til tungumáls sé viðurkennd og njóti stuðnings, þar með talið táknmál og menning heyrnarlausra.
-
Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir í því skyni að gera fötluðu fólki kleift að taka til jafns við aðra þátt í tómstunda-, frístunda- og íþróttastarfi með því að:
-
hvetja til og efla þátttöku fatlaðs fólks, eins og frekast er unnt, í almennu íþróttastarfi á öllum stigum,
-
tryggja fötluðu fólki tækifæri til þess að skipuleggja, þróa og taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi fyrir fatlað fólk og hvetja til framboðs á viðeigandi tilsögn, þjálfunar og fjármagns, í þessu skyni og með sama hætti og gildir um aðra,
-
tryggja fötluðu fólki aðgang að stöðum þar sem íþrótta- og tómstundastarf fer fram og að ferðamannastöðum,
-
tryggja fötluðum börnum aðgang, tiljafns við önnur börn, til að taka þátt í leikjum og tómstunda- og frístunda- og íþróttastarfi, meðal annars innan skólakerfisins,
-
tryggja fötluðu fólki aðgang að þjónustu þeirra sem annast skipulagningu tómstundastarfs, ferðamennsku og frístunda- og íþróttastarfs.
-