Myndsímatúlkun

Upplýsingar um myndsímatúlkun hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. 

Myndsímatúlkun

Þjónustuna þarf ekki að panta og er hún veitt í gegnum forritin Teams og Skype.

Ef þú vilt fá samtal túlkað frá íslensku táknmáli yfir á íslensku getur þú tengst þjónustunni í gegnum netfangið myndsimatulkun@shh.is

Ef þú óskar eftir túlkun til þess að ná sambandi við einstakling sem talar íslenskt táknmál getur þú hringt í síma 562 7738.

Opnunartími:

Mánudaga til föstudaga frá kl. 09:00 –16:00

https://youtu.be/Q_8FJEud8SE

Gott að vita um táknmálssamskipti í gegnum vefmyndavél

  • Hafðu vefmyndavélina og skjáinn alltaf á sama stað svo vel gangi að lesa táknmálið.
  • Hafðu snjallsímann stöðugan ef hann er notaður. Ef þú ert á hreyfingu á meðan á samtalinu stendur versnar myndin.
  • Notaðu hlutlausan bakgrunn.
  • Reyndu að ná eins góðri lýsingu á þig og hægt er. Forðastu að hafa ljós á bak við þig sem beinist að myndavélinni.
  • Vertu með öfluga nettengingu.
  • Mundu að kynna þig með nafni og að þú talir í gegnum táknmálstúlk.
  • Vertu tilbúin/n með þau símanúmer sem hringja á í.
  • Táknaðu tölur og bókstafi skýrt og hægt.
  • Láttu það skýrt í ljós þegar þú vilt ljúka samtalinu.
  • Forðastu mjög munstraðar og skræpóttar flíkur. Það er best að aflesa ef þú ert í einlitum helst dökkum fötum.

Heimild af Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra