Myndsímatúlkun

Upplýsingar um myndsímatúlkun hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. 

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) er að taka til notkunar forrit sérhannað til myndsímatúlkunar. Forritið er búið til af tékkneska fyrirtækinu Deafcom, en það hefur verið þýtt yfir á íslensku og útfært fyrir SHH og samfélag Döff á Íslandi.

Myndsímatúlkun er túlkun á samtali í gegnum vefmyndavél og síma þar sem annar aðilinn talar íslensku en hinn íslenskt táknmál og táknmálstúlkur er hlutlaus milliliður samtalsins.

Táknmálstalandi einstaklingar hafa samband við þjónustuna í gegnum forritið/appið og óska eftir táknmálstúlkun. Notendur sjá númer hvað þeir eru í röðinni eftir þjónustu og geta áætlað biðtíma eftir því. Myndsímtöl fara fram í gegnum forritið en táknmálstúlkurinn hringir í þriðja aðila í gegnum símkerfi.

Þjónustan er opin frá kl. 9:00-16:00 alla virka daga og ekki þarf að panta hana fyrir fram.

Forritið Myndsímatúlkun SHH er aðgengilegt á vefnum hér.

Appið er aðgengilegt í App Store og Play Store. Leitað er að SHH Myndsímatúlkun með íslenskum stöfum.

Leiðbeiningamyndbönd eru aðgengileg hér