Tenglar

Hér má finna tengla á félög heyrnarlausra á Norðurlöndunum, erlenda samstarfsaðila, skóla á Íslandi og einnig aðildarfélög sem sinna málefnum döff.

Félag heyrnarlausra í Norðurlöndum:

Danske Døves Landsforbund
Landsamband heyrnarlausra í Danmörku

Deyvafelag Føroya
Félag heyrnarlausra í Færeyjum

Kuurojen Liitto
Landsamband heyrnarlausra í Finnlandi

Norges Døveforbund
Landsamtök heyrnarlausra í Noregi

Sveriges Dövas Riksförbund
Landsamband heyrnarlausra í Svíþjóð

Erlendar aðilar:

Norðurlandaráð heyrnarlausra (DNR)Norðurlandaráð heyrnarlausra er  samstarfvettvangur félaga heyrnarlausra á Norðurlöndum. DNR vinnur að því að efla táknmál og döff menningu og þannig að tryggja réttindi döff og tækifæri til jafns við aðra borgara á Norðurlöndum. 

Evrópubandalag heyrnarlausra (EUD)Evrópubandalag heyrnarlausra eru regnhlífasamtök döff á evrópskum vettvangi. EUD miðar að því að koma á og viðhalda viðræðum við stofnanir og embættismenn, í samráði og samvinnu við aðildarfélög heyrnarlausra vítt um Evrópu. 

Alheimssamtök heyrnarlausra (WFD) 
Alheimssamtök heyrnarlausra eru alþjóðleg félagasamtök með um 70 milljón döff meðlimi um allan heim. Samtökin vinna með sáttmála Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að kynna mannréttindi döff fólks í samræmi við meginreglur og markmið stofnskrár Sameinuðu þjóðanna. 

Skólar:

Sólborg
Leikskólinn Sólborg í Vesturhlíð býður döff og heyrnarskertum börnum upp á táknmálsumhverfi með táknmálstalandi leikskólakennara er sérhæfa aðlögun allra barna til samskipta á sínu tungumáli í leikskólanum.
 
Hlíðaskóli
Hlíðaskóli er skóli án aðgreiningar með þjónustu fyrir alla nemendur sína miðað við þarfir þeirra og stöðu. Þar er táknmálssvið fyrir döff og heyrnarskerta nemendur sem og tvítyngd CODA börn. Þar er kennsla þróuð þannig að aðgengi að báðum málum þ.e. íslenska táknmálinu og íslensku tungunni.
 
Menntaskólinn við Hamrahlíð
Menntaskólinn við Hamrahlíð býður döff og heyrnarskertum framhaldsnemum þjónustu með táknmálstúlkun í almennum tímum sem og sérhæfðar kennslu og námsefni fyrir þarfir hvers og eins og stöðu.
 
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands býður döff og heyrnarskertum nemendum allar námsbrautir með táknmálstúlkun, allt eftir þörfum þeirra. Táknmálsfræði er í boði fyrir þá sem vilja læra táknmál og táknmálstúlkun. Einnig fara þar fram rannsóknir á íslenska táknmálinu í samstarfi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Aðildarfélög:

Fjóla
Fjóla er félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sem vinnur að hagsmuna- og félagsmálum sinna félagsmanna.

Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra
Foreldra- og styrktarfélag heyrnarlausra er hagsmuna- og styrktarfélag heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Félagið í dag sinnir stærra hlutverki sem styrktarsjóður að baki börnum með heyrnarskerðingu sem hefur það hlutverk að efla þátttöku þeirra í félags- og íþróttastarfi og sem bakhjarl þeirra í hópverkefnum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna.

Heyrnar- og talmeinastöð
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands er miðstöð þekkingar í heyrnar- og talmeinum á Íslandi. Stöðin veitir þjónustu á landsvísu og er það hlutverk hennar að þjóna þeim sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með talmein.

Heyrnarhjálp 
Heyrnarhjálp er landssamtök þeirra sem eru heyrnarskertir, hafa misst heyrn að hluta eða alveg sem og þeirra er þjást af eyrnarsuði og öðrum vandamálum er snúa að heyrn.

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er þekkingar- og þjónustumiðstöð fyrir íslenska táknmálssamfélagið. Starf stofnunarinnar nýtist þeim sem nota íslenskt táknmál til daglegra samskipta við aðra og sérstök áhersla lögð á þjónustu við börn á máltökualdri og nemendur á öllum skólastigum.

Signwiki Ísland
SignWiki er aðgangur að íslenskri táknmálsorðabók, kennslu, æfingum og fræðsluefni.

Öryrkjabandalag Íslands
Öryrkjabandalag Íslands er hagsmuna- og mannréttindasamtök fatlaðs fólks. Hlutverk þess er að koma fram fyrir hönd fatlaðs fólks gagnvart opinberum aðilum í hvers kyns hagsmunamálum svo sem varðandi ráðgjöf, framkvæmd hennar og í dómsmálum er snerta rétt þess.