Viltu sækja um styrk?

Félagið veitir döff styrki sem hafa það að markmiði að efla þekkingu, bæta hagsmuni og styrkja íslenskt táknmál. Hægt er að sækja um styrki úr tveimum sjóðum er tengjast menntun og starfsþjálfun eða textun og túlkun á leikritum og kvikmyndum.

Úthlutun styrkja fer fram tvisvar á ári, 1. apríl og 1. október. Umsóknarfrestir eru 15. mars og 15. september.