Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls

Lög nr. 61 - 7. júní 2011

1. gr. 
Þjóðtunga – opinbert mál.  
Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. 

2. gr. 
Íslenskt mál. 
Þjóðtungan er sameiginlegt mál landsmanna. Stjórnvöld skulu tryggja að unnt verði að nota hana á öllum sviðum íslensks þjóðlífs.

Allir sem eru búsettir hér á landi skulu eiga þess kost að læra og nota íslensku til almennrar þátttöku í íslensku þjóðlífi svo sem nánar er mælt fyrir um í sérlögum. 

3. gr. 
Íslenskt táknmál. 
Íslenskt táknmál er fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra. Skulu stjórnvöld hlúa að því og styðja.

Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða daufblinda hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur. 

4. gr. 
Íslenskt punktaletur. 
Íslenskt punktaletur er fyrsta ritmál þeirra sem þurfa að reiða sig á það tiltjáningar og samskipta. Hver sem hefur þörf fyrir blindralestur vegna skerðingar á sjón skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt punktaletur um leið og hann hefur getu til. 

5. gr. 
Málstefna. 
Ríki og sveitarfélög bera ábyrgð á að varðveita og efla íslenska tungu og skulu sjá til þess að hún sé notuð. Um málstefnu og stöðu íslenskrar tungu skal leitað samvinnu við Íslenska málnefnd, sbr. 6.gr.

Íslenska ríkið og sveitarfélög stuðla að þróun, rannsóknum, kennslu og útbreiðslu íslensks táknmáls og styðja að öðru leyti við menningu, menntun og fræðslu fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og daufblinda. Um málstefnu og stöðu íslensks táknmáls skal leitað samvinnu við málnefnd um íslenskt táknmál, sbr. 7. gr.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið fylgist með því hvernig lögum þessum er framfylgt og getur krafið einstakar stjórnsýslustofnanir um skýrslur þar að lútandi.  

6. gr. 
Íslensk málnefnd. 
Ráðherra skipar Íslenska málnefnd og er skipunartími nefndarinnar fjögur ár. Í Íslenskri málnefnd eiga sæti 16 menn. Auk þess er nefndinni heimilt að bjóðamönnum, einum eða tveimur, setu í nefndinni ef hún telur það nefndarstarfinu til gagns. Hver eftirtalinna tilnefnir einn mann í málnefndina: Ríkisútvarpið, Þjóðleikhúsið, Samtök móðurmálskennara, Rithöfundasamband Íslands, Blaðamannafélag Íslands, Íðorðafélagið fyrir hönd orðanefnda, Bandalag þýðenda og túlka, Staðlaráð Íslands, Upplýsing, félag bókasafns- ogupplýsingafræðinga, Hagþenkir og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefnir tvo menn í málnefndina. Ráðherraskipar tvo nefndarmenn án tilnefningar og skal annar vera formaður og hinn varaformaður. Velferðarráðherra tilnefnir þar að auki einn fulltrúa úr röðuminnflytjenda. Íslensk málnefnd skiptir með sér verkum.

Hlutverk Íslenskrar málnefndar er að veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum grundvelli og gera tillögur til ráðherra ummálstefnu, auk þess að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Málnefndin getur átt frumkvæði að ábendingum um það sem vel er gert og það sem beturmá fara við meðferð íslenskrar tungu á opinberum vettvangi. Íslensk málnefndsemur íslenskar ritreglur sem gilda m.a. um stafsetningarkennslu í skólum og ráðherra gefur út. Grundvallarbreytingar á ritreglum eru háðar samþykki ráðherra.

Skrifstofa Íslenskrar málnefndar er í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ráðherra setur reglugerð um nánari starfsemi Íslenskrar málnefndar. 

7. gr. 
Málnefnd um íslenskt táknmál. 
Ráðherra skipar fimm menn til setu í málnefnd um íslenskt táknmál til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Við skipun nefndarinnar skal haft samráð við hugvísindasvið Háskóla Íslands, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra ogheyrnarskertra, hagsmunasamtök heyrnarlausra og heyrnarskerta hér á landi og Samband íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra velur formann og varaformann málnefndar um íslenskt táknmál.

Hlutverk málnefndar um íslenskt táknmál er að vera stjórnvöldum tilráðuneytis um hvað eina er varðar íslenskt táknmál og stuðla að eflingu íslensks táknmáls og notkun þess í íslensku þjóðlífi.

Skrifstofa málnefndar um íslenskt táknmál er í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ráðherra setur reglugerð um nánari starfsemi málnefndar um íslenskttáknmál. 

8. gr. 
Opinbert mál stjórnvalda. 
Íslenska er mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu.  

9. gr. 
Túlkun og táknmálstúlkun hjá stjórnvöldum. 
Um rétt til túlkaþjónustu og skyldur dómstóla til að leita aðstoðar túlka og táknmálstúlka fer samkvæmt lögum um meðferð einkamála og lögum ummeðferð sakamála.

Stjórnvöld skulu leitast við að tryggja að sá sem skilur ekki íslensku geti fengið úrlausn erinda sinna og tileinkað sér efni skjala og skilríkja sem skipta hann máli.  

10. gr. 
Málfarsstefna ríkis og sveitarfélaga  
Mál það sem er notað í starfsemi ríkis og sveitarfélaga eða á vegum þeirra  skal vera vandað, einfalt og skýrt. 

11. gr. 
Íslenskur fræðiorðaforði. 
Stjórnvöld skulu stuðla að því að íslenskur fræðiorðaforði á ólíkum sviðum  eflist jafnt og þétt, sé öllum aðgengilegur og notaður sem víðast. 

12. gr. 
Opinbert mál á alþjóðavettvangi. 
Íslenska er opinbert mál Íslands á alþjóðavettvangi.  

13. gr. 
Skyldur ríkis og sveitarfélaga og staða íslensks táknmáls. 
Ríki og sveitarfélög skulu tryggja að allir sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á  íslensku táknmáli. Ríki og sveitarfélög bera ábyrgðá því að varðveita íslenskt  táknmál, þróa það og stuðla að notkun þess. Lögð verði áhersla á að fræðiheiti á ólíkum sviðum í íslensku táknmáli nái að þróast og séu notuð. 

Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. 

14. gr. 
Gildistaka, brottfellt lagaákvæði. 
Lög þessi öðlast þegar gildi. Við gildistöku laga þessara fellur 9. gr. laga nr. 40/2006, um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, brott.   


Samþykkt á Alþingi 27. maí 2011.