Fréttir vikunnar

Fréttir vikunnar hóf göngu sína í janúar 2016. Tilgangur þess er vikulegur pistill um málefni er tengjast döff. Markmiðið er að stjórnin, starfsfólkið og félagið sjálft færist nær félagsmönnum sínum og upplýsi þá um hverju félagið er að vinna að. Einnig hefur hugmyndin þróast og skapað nýjar hugmyndir um efni í fréttum vikunnar eins og viðtöl, fræðslu- og skemmtiefni fyrir félagsmenn og fólk með áhuga á táknmáli. Þættirnir eru alltaf sendir út á föstudögum.