Sjóður Bjargar Símonardóttur
ÚTHLUTUNARREGLUR
Menningarsjóðs Bjargar Símonardóttur
- gr.
Um skipulag sjóðsins gilda reglur Menningarsjóðs Bjargar Símonardóttur frá 31. desember 2020. Samkvæmt 5. gr. reglnanna setur stjórn sjóðsins almennar úthlutunarreglur um styrk
veitingar úr Menningarsjóði Bjargar.
- gr.
Hlutverk og tilgangur sjóðsins er samkvæmt reglum Menningarsjóðs Bjargar Símonardóttur að styrkja táknmálstúlkun og textun á hvers kyns íslensku menningarefni sem ætlað er til birtingar í sjónvarpi, kvikmyndahúsum eða leikhúsum sem og annað efni og tjáningarform sem heyrir undir íslenskt táknmál.
- gr.
Úthlutanir úr sjóðinum
Stjórn Menningarsjóðs Bjargar tekur ákvörðun um úthlutun styrkja að fenginni umsókn.
Þeir sem sótt geta um styrk hjá sjóðinum eru eftirtaldir aðilar:
- Framleiðendur og rétthafar íslensks sjónvarpsefnis, kvikmynda og fræðsluefnis á myndböndum.
- Leikhús.
- Framleiðendur eða leikstjórar á döff menningarefni af ýmsu tagi.
Vilyrði fyrir styrk úr sjóðinum gildir í eitt ár eftir úthlutun.
Styrkur verður greiddur út eftir að lokaskýrslu um ráðstöfun fjárins hefur verið skilað til sjóðsstjórnar, sbr. 7. gr. reglnanna.
- gr.
Umsóknir og reglur
Umsóknum um styrki skal skilað á þar til gerðu umsóknareyðublaði Menningarsjóðs Bjargar Símonardóttur. Séu umsóknir ekki útfylltar í samræmi við leiðbeiningar sjóðsstjórnar getur stjórnin vísað þeim frá. Stjórn er þó heimilt að beina tilmælum til umsækjanda að bæta úr annmörkum umsóknar.
Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á skrifstofu Félags heyrnarlausra og á heimasíðu Félags heyrnarlausra, www.deaf.is.
Umsóknir skulu póstsendar á starfstöð Félags heyrnarlausra, Þverholti 14, Reykjavík eða sendar á netfangið deaf@deaf.is fyrir 1. apríl eða 1. október ár hvert.
Þeir umsækjendur sem ekki eiga kost á öðrum styrkjum fyrir viðkomandi verkefni skulu að jafnaði ganga fyrir.
- gr.
Fylgiskjöl umsókna
Með umsókn um styrk skulu fylgja eftirfarandi gögn:
- Upplýsingar um umsækjanda og aðstandendur verkefnisins.
- Nákvæm lýsing verkefnisins.
- Til hvaða verkefna sótt er um styrk og hvaða fjárhæð.
- Tíma- og kostnaðaráætlun.
- Upplýsingar um hvort umsækjandi hafi aðra styrki, fái laun fyrir umrætt verk eða hafi sótt um aðra styrki.
- gr.
Sjóðsstjórn auglýsir 1. mars og 1. september ár hvert eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði á heimasíðu Félags heyrnarlausra, www.deaf.is, eða með öðrum sannanlegum hætti.
- gr.
Eftirfylgni sjóðsstjórnar
Stjórn Menningarsjóðs Bjargar Símonardóttur gerir sérstakan samning við styrkþega þar sem meðal annars er kveðið á um fyrirkomulag greiðslu, lokaskýrslu og eftirfylgni.
Styrkþegi skal skila skriflegri lokaskýrslu um framkvæmd og árangur verksins áður en styrkur verður greiddur út. Að öðru leyti ber styrkþega að veita stjórn sjóðsins upplýsingar um framkvæmd verkefnisins þegar og ef eftir því er leitað.
Reykjavík, 31. desember 2020
Stjórn Menningarsjóðs Bjargar Símonardóttur
Umsókn um styrk úr Bjargarsjóði hér!