Litatákn

Þú hefur líklega séð eða heyrt um grænbláa litinn sem hefur verið kynntur sem stolt döff á alheimsvísu.

Hvers vegna grænblái liturinn?

Saman verða blár og grænn að grænbláum lit. Ímyndaðu þér jörðina bláa og græna sem rennur saman í einn lit. Litirnir renna saman í einn eins og fjölskylda sem sameinast. Sama hvert þú ferðast í heiminum, alltaf finnur þú þessi tengsl þegar þú hittir döff aðra manneskju.

Á ráðstefnu Alheimssamtaka heyrnarlausra í Ástralíu árið 1999 kom Paddy Ladd með tillögu um að hafa bláa slaufu sem tákn fyrir samfélag döff. Þingið samþykkti tillöguna einróma og gladdist en þetta breiddist þó ekki hratt út um samfélög heyrnarlausra í heiminum.

Árið 2002 hafði Austurríki ákveðið að nota grænbláan lit í staðinn fyrir bláan en það tókst ekki fyrr en árið 2010 í Þýskalandi en þar var haldin skrúðganga til að kynna litinn og af hverju  hann var valinn.

Skrúðganga þessi kynnti mikilvægt tákn fyrir samfélag döff. Það er einfalt tákn jafnréttis em sýnir stolt af táknmálinu, sögu döff, samtökum heyrnarlausra.