Kuðungsíðgræðsla
Kuðungsígræðsla (CI) felur í sér að komið er fyrir flóknu rafeindatæki sem getur hjálpað við að veita algjörlega heyrnarlausu eða nær heyrnarlausum einstaklingi heyrn.
Á undanförnum árum hefur farið að tíðkast að setja ígræðslur í heyrnarlaus börn á unga aldri. Evrópuráð heyrnarlausra (EUD) hefur vaxandi áhyggjur af að foreldrar fái ekki hlutlægar og vel rannsakaðar upplýsingar varðandi táknmál og Döffmenningu, auk tvítyngdrar menntunar á táknmáli og þjóðtungunni. Foreldrar verða að geta tekið upplýsta ákvörðun þegar valið stendur um að fá kuðungsígræðslu eða ekki. Það getur aðeins orðið ef læknar og félagsráðgjafar veita hlutlægar upplýsingar sem byggjast á rannsóknum þar sem gögn liggja til grundvallar og rannsóknir taka á talskilningi og tali ásamt raunverulegum áhrifum á menntun. Þarna verður að vera aðgangur að döff fyrirmynd, upplýsingar um hina ríkulegu döffmenningu, þ.á.m. táknmál, auk aðgangs að táknmálskennslu fyrir bæði foreldra (einnig systkini eða aðra nána ættingja) og heyrnarlausa barnið.
Kuðungsígræðsla (CI) felur í sér að komið er fyrir flóknu rafeindatæki sem getur hjálpað við að veita algjörlega heyrnarlausu eða nær heyrnarlausum einstaklingi heyrn. Upphaflega var tækið þróað fyrir fullorðna sem höfðu misst algjörlega heyrn eftir að hafa verið heyrnardaufir áður. Nú er tækið grætt í börn allt niður í hálfs árs gömul. Kannanir sýna að börn með kuðungsígræðslu fá ekki heyrn; tækið er ekki ofur-heyrnartæki og ár angurinn er ákaflega mismunandi. Hljóðupplýsingum er breytt í rafboð sem eru svo send beint í kuðungstaugina. Heili barns er mörg ár að þjálfast í að túlka þessi merki. Mörg börn ná ekki fullri tækni við það á æviskeiði sínu svo að táknmál verður áfram nauðsynlegt tjáningarform.
Evrópuráð heyrnarlausra styður ekki þrýstinginn sem beitt er í sumum löndum gagnvart foreldrum til að láta barn sitt fara í ígræðslu án þess að veita þeim upplýsingar um margvíslega aðra valkosti sem bjóðast þeim. Marschark (2001) bendir á: „Kuðungsígræðslur breyta ekki heyrnarlausum börnum í heyrandi börn. Þau eru frekar eins og börn með skerta heyrn.“ Þetta er mikilvægt atriði í samskiptum við börn með ígræðslu því þeim verður að tryggja nægilegan aðgang að tungumáli til að geta menntað sig til jafns við aðra og án tungumálahindrana.
Vísindamenn misskilja oft sambandið milli þess að taka við hljóðupplýsingum í formi rafboða og þess að geta fylgst með og skilið samtal. Því styður EUD bæði börn með ígræðslu og heyrnarlaus börn til að læra táknmál síns lands frá fæðingu, en það er eina málið sem er að fullu aðgengilegt fyrir heyrnarlaus og heyrnarskert börn og fullorðna, jafnvel þar sem margir eru að tala í einu. Táknmál eru eðlileg mál sem hafa eigin málfræði og orðasöfn, alveg eins og önnur tungumál. Táknmál eru varin með lögum um alla Evrópu og um heiminn allan, allt frá viðurkenningu í stjórnarskrá til laga um tungumál, auk laga um örorku (Wheatley og Pabsch 2010).
EUD leggur áherslu á að kennslufræðilegar nálganir verður að aðhæafa þörfum einstakra barna (sjá einnið Preisler 2001) og umhverfi þeirra. Ekkert bendir til að máltaka á táknmáli komi í veg fyrir að læra talað mál. Niðurstaða Giezens (2011) sýnir að börn með ígræðslu ættu a.m.k. að fá að njóta táknmáls að einhverju leyti því það „getur verið lykillinn að góðum samskiptum milli foreldra og barns á unga aldri og getur verið mikilvægur grunnur að vitsmunalegum, málvísindalegum og félagslegum þroska“.
Marschark (2009) er ákveðinn í að „færni í táknmáli styður þróun talaðs máls þegar hæfileikinn til að fá hljóðgögn – til dæmis með kuðungsígræðslu – er fenginn“ sem verður til þess að bæði Marschark (2009) og Szagun (2010) komast að þeirra niðurstöðu að börn með kuðungsígræðslu geta ekki tapað neinu með því að læra táknmál og útskýra að barn ætti að fá tækifæri til að velja sjálft síðar hvort málið það vill heldur almennt eða við ákveðnar aðstæður. Sýnt hefur verið fram á að tvítyngi bætir vitsmunalega hæfni og eykur einnig tækifæri barns félagslega og hvað fagmennsku þess varðar.
Enn er litið á heyrnarleysi sem læknisfræðilegt ástand með tæknilegri lausn. Lausn læknisfræðinnar á heyrnarleysi byggist fremur á læknisfræðilegu líkani en félagslegu líkani fötlunar og er ekki ásættanleg að mati ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra, en þar var skýrt kveðið á að réttindi heyrnarlausra til að nota táknmál. Það hlýtur líka að gilda um börn með ígræðslu svo þau megi læra táknmál á unga aldri til að tryggja vitmunalegt heilbrigði þeirra.
EUD þakkar Donnu Jo Napoli fyrir ómetanlegt framlag hennar til greinarinnar.
Heimildir og frekari lestur:
Deutsche Gesellschaft der Hörgeschädigten – Selbsthilfe und Fachverbände e.V. (2010). Resolution zur einseitigen Beeinflussung von Eltern hörbehinderter Kinder zum Cochlea – Implantat (CI). Fáanlegt á: http://www.bhsa.de/nachrichten/resolution-zur--‐einseitigenbeeinflussung--‐von--‐eltern--‐hoerbehinderter--‐kinder--‐zum--‐cochlea--‐implantat--ci/ (Skoðað 14. febrúar 2011).
Wheatley, M. & Pabsch, A. (2010). Sign Language Legislation in the European Union. Brussel: EUD.