Táknmál í heiminum

Talið er að um 70 milljónir döff séu í heiminum og táknmál eru að minnsta kosti 160. Löndin hafa misjafnar reglugerðir og lög um táknmál, þar á meðal um táknmálskennslu, aðgang að túlkaþjónustu, táknmálsjálfun, stuðning við fólk með fötlun, aðgang að upplýsingum á táknmáli og um rétt heyrnarlausra til að nota táknmál sem sitt móðurmál. 

Þegar kemur að menntun döff barna eru Norðurlöndin með forystu þar sem kennsla fer bæði fram á táknmáli og ritmáli. Til eru lönd þar sem staðan er ekki góð þar sem 80-90% af döff börnum fá enga menntun og aðeins 1% fær kennslu á táknmáli. Í þróunarlöndunum búa mörg döff börn sem hafa ekki almennan aðgang að menntun.