21. gr. Tjáningar- og skoðanafrelsi og aðgangur að upplýsingum
Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk geti nýtt sér rétt sinn til tjáningar- og skoðanafrelsis, þar með talið frelsi til að leita eftir, taka við og miðla upplýsingum og hugmyndum, til jafns við aðra, með hjálp hvers kyns samskiptamiðla að eigin vali, samanber skilgreiningu í 2. gr. samnings þessa, meðal annars með því:
-
að láta fötluðu fólki í té upplýsingar, sem almenningi eru ætlaðar, í aðgengilegu formi og með aðgengilegri tækni, sem hæfir einstaklingum með mismunandi fötlun, tímanlega og án aukakostnaðar,
-
að viðurkenna og auðvelda fötluðu fólki notkun táknmáls, blindraleturs, óhefðbundinna tjáskiptaleiða og allra annarra tjáskiptaleiða sem mögulegar eru sem fatlað fólk kýs að nota í opinberum samskiptum,
-
að brýna fyrir einkaaðilum, sem bjóða almenningi þjónustu, meðal annars gegnum Netið, til þess að veita upplýsingar og þjónustu í aðgengilegu og nothæfu formi fyrir fatlað fólk,
-
að hvetja fjölmiðla, meðal annars upplýsingaveitur á Netinu, til þess að gera þjónustu sína aðgengilega fötluðu fólki,
-
að viðurkenna notkun táknmáls og auka notkun þess.