Viltu læra íslenskt táknmál?

Samskiptamiðstöð býður upp á 11 námskeið í íslensku táknmáli sem hvert er framhald af undanfarandi námskeiði. Hvert námskeið er 20 kennslustundir og kennt er tvisvar í viku; á mánudags- og miðvikudagskvöldum eða þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Allir táknmálskennarar okkar líta á íslenskt táknmál sem móðurmál sitt. Hvert námskeið kostar 16.640 krónur á mann. 

Við bjóðum einnig upp á táknmálsnámskeið fyrir hópa. Hópnámskeiðin eru 20 kennslustundir og kosta 128.000 krónur fyrir hvern hóp. Við getum sérhannað hópnámskeiðin eftir þörfum hópsins og kennt táknforða sem hann þarf sérstaklega á að halda. Vinnuhópar geta t.d. fengið námskeið sem lýtur sérstaklega að samskiptaþörfum þeirra á vinnustað. 

Táknmálsnámskeið fyrir foreldra og aðra aðstandendur döff eru haldin á Shh einn laugardag í mánuði yfir vetrartímann. Aðstandendur greiða ekki fyrir þessi námskeið. 

Verkefnið Gaman saman er stuðningur við máluppeldi barna sem tala táknmál, verkefnið er unnið í samstarfi við almenna grunn- og leikskóla. 

Nánari upplýsingar og skráning á námskeið er í síma 562-7702 eða shh@shh.is

Sjá nánar um táknmálsnámskeið inná vef Samskiptamiðstöðvarinnar, www.shh.is

Félag heyrnarlausra hvetur alla að heimsækja heimasíðuna www.signwiki.is sem er þekkingarbrunnur fyrir íslenskt táknmál. SignWiki Ísland er verkefni á vegum Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Þar er aðgangur að íslenskri táknmálsorðabók, kennsluefni, æfingum og fræðsluefni. Notendur geta einnig lagt til efni og tákn og breytt og bætt það sem aðrir hafa gert.