Menning heyrnarlausra

Döff fólk sem tungumála-minnihlutahópur hefur sameiginlega reynslu af lífinu og birtist hún í menningu þeirra. Menningin samanstendur af skoðunum, viðhorfum, sögum, gildum, bókmenntahefð og ýmis konar list. 

Menning döff er hjarta samfélags þeirra alls staðar í heiminum. Hvert samfélag er menningarhópur sem deilir táknmáli og sameiginlegri arfleifð. Einstaklingar í samfélagi döff um allan heim skilgreina sig sem meðlimi menningar- og tungumálahóps. Samsömun við döff við samfélagið er persónulegt val og er yfirleitt gert óháð heyrnarstöðu einstaklingsins.  Samfélagið er ekki sjálfkrafa skipað öllum þeim sem eru döff eða heyrnarskertir. Samfélagið getur einnig innihaldið fjölskyldumeðlimi döff, táknmálstúlka og fólk sem vinnur félagslega með þeim og þekkir menningu þeirra. Einstaklingur verður meðlimur í samfélaginu ef hann eða hún skilgreinir sjálfan sig innan þess og ef aðrir aðilar samþykkja viðkomandi. Mjög oft vegur hæfni í táknmálinu þungt. 

Döff fólk býr ekki að sérstökum stofnunum fyrir mismunandi félagslegar samkomur eins trúariðkanir, íþróttir, fræðslu eða bókmenntir. Döff fólk hittist þó reglulega í klúbbum, viðburðum, íþróttaleikjum eða íþróttamótum og deilir upplýsingum, áhyggjum og veitir gagnkvæma aðstoð. 

Í 30. gr , 4. mgr  Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er menning döff viðurkennd í eftirfarandi yfirlýsingu: 

Einstaklingar með fötlun skulu eiga rétt á, til jafns við aðra, til viðurkenningar og stuðnings sérstak menning og sjálfsmynd tungumáls þeirra á meðal táknmálum og menningu heyrnarlausra.

Viltu vita meira um menninguna?
Margar bækur eru til um menninguna í bókasöfnum hér eru vísanir í þær: 

●      Open Your Eyes. Deaf Studies Talking eftir Bauman Dirksen (2008)
●      Understanding Deaf Culture. In Search of Deafhood eftir Paddy Ladd (2003)
●      The Mask of Benevolence eftir Harlan Lane (1992)
●      Sagan heyrnarlausra á Íslandi eftir Reynir Berg Þorvaldsson (2010)