Aðalfundur 2023

12. maí 2023

Aðalfundur Félags heyrnarlausra fór fram fimmtudaginn, 11. maí. Hátt í fimmtíu manns mættu á fundinn. Fyrir fundinn lágu þó nokkur mál, stjórn var endurkjörin ásamt nýjum varaformanni.

Kosið var í stjórn félagsins og voru kosningar í umsjón kjörnefndar. Júlía Hreinsdóttir og Riku Lehtonen fyrir hönd Karenar Eirar Guðjónsdóttur vegna óviðráðanlegra aðstæðna, með aðstoð Vilhjálms Vilhjálmsonar fundarstjóra.

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir var endurkjörinn formaður. Berglind Stefánsdóttir er nýkjörinn varaformaður. Í stjórn voru endurkjörin: Eyrún Ólafsdóttir og Uldis Ozols.  Fyrrum varaformaður Hjördís Anna Haraldsdóttir, óskaði eftir formlega uppsögn úr stjórninni vegna hagsmunaárekstra. Þar sem hún sótti um starf verkefnastjóra um málefni Döff flóttafólks sem koma til Íslands. Ekki eru miklar breytingar á skipað stjórnar félagsins, nema að bjóða Berglindi Stefánsdóttur varaformann velkomna á fundinn.

Félag heyrnarlausra þakkar öllu starfsfólki fundarins fyrir vel heppnaðan aðalfund.

Nánari upplýsingar um aðalfundinn, fundargerð og fleira verður aðgengilegt á vef Félags heyrnarlausra innan skamms.