Alþjóðlegi heyrnardagurinn WHD 3.mars

3. mar. 2021

WFD leggur áherslu á að gleyma ekki táknmálinu og á það vel við í dag þegar skýrsla WHO í tilefni af alþjóðadegi heyrnarinnar er komin fram í dagsljósið. Í skýrslunni má finna nokkrar áherslur sem eru meðal annars;

 

* Snemmtæk íhlutun: aðgangur að táknmáli við fæðingu er grundvallarmannréttindi
* Samfélagsleg þátttaka: veita döff börnum og ungmennum aðgengi að döff samfélagi
* Tungumál og samskipti: táknmál á að vera í allri þjónustu frá vöggu til grafaar
* Fjölskyldur og táknmál: Öll döff börn og fjölskyldur þeirra eiga fullan rétt á táknmáli

Félag heyrnarlausra fagnar þessum punktum og áherslum frá WHO í skýrslunni sem bendir á að tryggja þarf rétt allra þeirra sem eru heyrnarskert, heyrnarlaus eða döff að táknmálinu. 

Sjá má nánar um skýrsluna á heimasíðu WFD hér