Breyttur opnunartími skrifstofu Fh
Stjórn Félags heyrnarlausra hefur tekið ákvörðun um að breyta opnunartíma skrifstofunnar í takt við styttingu vinnuvikunnar. Þessar breytingar taka gildi frá 1.febrúar og verða endurmetnar í vor.
Nýir opnunartímar eru
eftirfarandi:
• Mánudagur – fimmtudagur: 10.00 – 15.00
• Föstudagar: 10.00 – 14.00
Síðasti föstudagur í hverjum mánuði verður þó með aðeins öðru sniði , þá verður föstudagskaffi og opið lengur, til kl. 17.00.
Öll eru hjartanlega velkomin að
líta við
Bóka skal viðtal með tölvupósti:
Daði framkvæmdastjóri dadi@deaf.is
Heiðdís formaður heiddis@deaf.is
Hjördís Anna verkefnastjóri hjordisanna@deaf.is
Laila atvinnuráðgjafi laila@deaf.is
Við þökkum fyrir skilninginn og hlökkum til að taka vel á móti ykkur
