Dagur íslenska táknmálsins og afmæli félagsins

11. feb. 2021

Félag heyrnarlausra fagnar 61 ára afmæli 11.febrúar 2021 og er það líka dagur íslenska táknmálsins og því ber að fagna. Margt er um að vera víðs vegar;

 Málnefnd um íslenska táknmálið hefur gefið út tákn ársins 2020, sjá nánar á Facebooksíðu málnefndar um ÍTM.  Myndband sem sýnir einstaklingja í þjóðfélaginu segja frá afhverju þau nota íslenskt táknmál og að lokum tók formaður málnefndar viðtal við annan rithöfund bókarinnar Blokkin á heimsenda sem má sjá hér. 

Kvöldfréttir RÚV verða táknmálstúlkaðar

Café Lingua er með dagskrá þar sem fjallað verður um táknmálskennslu á tímum Covid, sjá nánar á heimasíðu Borgarbókasafns 

Café Lingua, táknmálskennsla á tímum Covid

Félagið verður með bíókvöld í kvöld sem fjölbreyttu myndefni sem enginn ætti að láta framhjá sér fara og er það aðgengilegt bæði á ÍTM og íslensku. Sjá nánar á Facebook síðu félagsins, myndefnið verður sett á heimasíðu félagsins í kvöld og opið öllum. 

Blokkin á heimsenda, viðtal.