• Færeyskt táknmál viðurkennt

Færeyskt táknmál viðurkennt

10. ágú. 2017

Þann 15. júlí 2017 var stór dagur hjá Félagi heyrnarlausra í Færeyjum þar sem færeyska tákmálið var viðurkennt af Landsþinginu. 

Allir stjórnmálaflokkar í Færeyjum studdu frumvarpið að fullu þegar það fór í gegnum þriðju umræðu og úr varð að færeyskt táknmál var viðurkennt. Það þýðir í rauninni að færeyska táknmálið er nú viðurkennt sem fullgilt tungumál í landinu þeirra. 

Táknmálsfrumvarpið fór í gegnum þrjár umræður og tungumálið fær því sæti hjá tungumálanefnd í Færeyjum og nefndin ber ábyrgð á og verndar færeyska táknmálið. Verkefnin sem tungumálanefndin fékk er að sjá um styrki, þróun og vernd tungumálsins sem þýðir að það tilheyrir einnig tungumálaflokknum. 

Félag heyrnarlausra í Færeyjum hefur lengi átt í baráttu, í samstarfi við félag heyrnarskertra og MBF sem eru samtök fatlaðra í Danmörku, að fá færeyska táknmálið viðurkennt. Frá árinu 2015 hefur mannréttindanefnd örorku, í tengslum við athugasemd dönsku ríkisstjórnarinnar um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), barist fyrir að Færeyjaþing viðurkenni táknmálið. 

Í Færeyjum búa 50 döff sem fögnuðu stóra deginum og Félag heyrnarlausra á Íslandi sendir þeim hamingjuóskir. Við munum fylgjast með og sjá hvernig það þróast í framtíðinni.