Félagsfundur um húsnæði félagsins
-EINGÖNGU FYRIR FÉLAGSMENN!-
(ÍTM þýðing kemur fljótlega, afsakaðu bíðina!)
Stjórn Félags heyrnarlausra boðar félagsmenn Félags heyrnarlausra til félagsfundar til að ræða um húsnæðismál félagsins.
Á fundinum verður rætt um núverandi húsnæði sem er í Þverholti 14 og stöðuna á húsnæðinu og framtíð húsnæðis Félags heyrnarlausra.
Félaginu stendur til boða að leigja skrifstofuaðstöðu við Laugaveg 166 af framkvæmdasýslu ríkisins, í þeirri byggingu stendur til að nokkrar stofnanir munu starfa og þar á meðal Samskiptamiðstöð heyrnarskertra og heyrnarlasura.
Samkvæmt 6.gr. laga um Félag heyrnarlausra skal stjórn boða til almennan félagsfundar með minnst viku fyrirvara með dagskrá á milum félagsins eða á annan opinberan hátt.
Fyrir hönd stjórnar Félags heyrnarlausra,
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir
Formaður