• Ráðstefna

Framboð og tillögur að lagabreytingum

25. apr. 2021

Kæru félagsmenn! 

Kjörstjórn vill minna á að nú fer að styttast í aðalfund félagsins í aðalfund félagsins, Júlía og Mordekaí eru í kjörstjórn fyrir okkar frábæra félag þetta árið! Í þetta sinn er opið fyrir framboð til stjórnar og formanns félagsins. Einu kröfurnar eru ást fyrir D/döff samfélaginu og ástríða fyrir því að gera líf D/döff og heyrnarskerta betra! Hafir þú áhuga hvetjum við þig eindregið til að bjóða þig fram!

Reglur um framboð til stjórnar og formanns samkvæmt lögum félagsins, 3. kafli, 8. grein, c: Framboðum til stjórnar félagsins og tillögum að lagabreytingum skal skila til skrifstofu félagsins sem kemur þeim til kjörnefndar eigi síðar en 21 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Stjórn félagsins er þó heimilt að víkja frá þessu frestsskilyrði ef sérstakar aðstæður mæla með því hvað varðar framboð til stjórnar.

Kveðja,

Júlía og Mordekaí

ÍTM kjörstjórn 2021