• IWD2017_POSTER--1-

Full þátttaka með táknmáli

18. sep. 2017

Vikuna 18. - 24. september er alþjóðavika döff, átaksvika sem Alþjóðasamtök heyrnarlausra (WFD) skipuleggur í lok september á hverju ári. Í tilefni baráttuvikunnar er Dagur döff um næstu helgi. Átakið snýst um að bæta vitund fólks um samfélag heyrnarlausra á mörgum sviðum og er tilgangurinn að sýna fólk komi saman og sýni samstöðu og sýna heiminum þessa sameiningu. 

Alþjóðsamtök heyrnarlausra hefur gefið út þemu vikunnar sem er full þátttaka með táknmáli (Full inclusion with sign language á ensku). Með þátttöku er átt við að döff fólk á að geta tekið þátt í samfélaginu eins og aðrir með aðgang að tungumáli þeirra. Samfélagið ber ábyrgð á að tryggja að hver og einn einstaklingur fái fulla þátttöku óháð tungumáli þar sem fólk getur átt samskipti við aðra á opinberum stöðum. 

Táknmálsútgáfa

Dagur Döff - 23. september 2017Í tilefni alþjóðavikunnar fagnar Félag heyrnarlausra með því að halda bjóða upp á skemmtilega dagskrá fyrir Dag Döff í tengslum þátttöku með táknmáli næstu helgi. Allir eru velkomnir og hægt er að nálgast dagskrána HÉR

Nánari upplýsingar um alþjóðavikuna má nálgast á heimasíðu Alþjóðasamtaka heyrnarlausra .