• Fyrirlestur

Fyrirlestraröð um Audism

21. okt. 2021

Landssamtök heyrnarlausra í Svíþjóð SDR hefur skipulagt fyrirlestraröð um Audism á Zoom. Viðburðurinn er ætlaður baráttufólki, fagfólki, áhugasömu fólki og fleirum um málefni Döff. Félag heyrnarlausra hefur keypt aðgang að fyrirlestraröðinni og býður áhugasömum að koma í sal Félags heyrnarlausra til að horfa á, njóta og fræðast um Audism. 

 

Fyrirlestrarnir eru fjórir og eru þeir í þessari röð

Inngangur að Audism, Dr. Genie Gertz. Miðvikudaginn 27. október klukkan 16-18 á íslenskum tíma. Alþjóðlegt táknmál og túlkun á sænskt táknmál. 

Audism og vinnumarkaðurinn, Dr. Gary Malkowski. Fimmtudaginn 2. desember klukkan 17-19 á íslenskum tíma. Alþjóðlegt táknmál og túlkun á sænskt táknmál. 

Hópumræður um fyrstu tvo fyrirlestrana í umsjón Dr. Genie Gertz og Dr. Patrick Boudreault. Miðvikudaginn 8. desember klukkan 17-19 á íslenskum tíma. Alþjóðlegt táknmál og túlkun á sænskt táknmál.

Audism og andleg heilsa, Tara Holcomb doktorsnemi í klíniskri sálfræði. Fimmtudaginn 3. febrúar klukkan 17-19 á íslenskum tíma. Amerískt táknmál ASL og túlkun á sænskt táknmál. 

Audism og Döff samfélag, Dr. Benjamin Bahan. Miðvikudaginn 23.mars klukkan 17-19 á íslenskum tíma. Alþjóðlegt táknmál og túlkun á sænskt táknmál. 

Hópumræður um síðustu tvo fyrirlestra í umsjón Dr. Genie Gertz og Dr. Patrick Boudreault. Mánudaginn 4.apríl klukkan 16-18 á íslenskum tíma. Alþjóðlegt táknmál og túlkun á sænskt táknmál.

Allir áhugasamir að taka þátt hvort sem það eru stakir fyrirlestrar eða á alla fyrirlestrana eru velkomnir í sal Félags heyrnarlausra. 

Nánar um fyrirlestraröðina er  hér