• Börn

Gjöf frá Bryndísi og Árna

26. okt. 2021Hjónin Bryndís Guðmundsdóttir og Árni Sigfússon komu færandi hendi til Félags heyrnarlausra og færðu félaginu að gjöf 600 svuntur og poka merktu verkefninu „Lærum og leikum með hljóðin“.

20211013_133553

Verkefnið er skrifað af Bryndísi sjálfri sem er talmeinafræðingur og málefninu því vel kunnug. Bryndis er dóttir Hervarar Guðjónsdóttur sem var fyrrum formaður Félags heyrnarlausra og er gjöfin gefin í minningu hennar, en Hervör lést fyrr á árinu.

Besta gjöf handa ungu barni sem er að hefja máltökuna er tími og góð málörvun sem verður auðveldari með vönduðu efni Lærum og leikum með hljóðin þar sem leiðsögn talmeinafræðings er fylgt í hverju skrefi!

Mörg börn sem eiga í erfiðleikum með að segja íslensku málhljóðin ná markverðum árangri með efninu okkar, læra framburð hljóðanna og styðja hljóðavitund í átt að læsi um leið og þau bæta í orðaforða sinn og málfærni!

Félagið mun selja pokana og svunturnar gegn vægu gjaldi og munu tekjur af þeim renna til frekari eflingu íslenska táknmálsins út í leikskóla en Félag heyrnarlausra er þessa dagana að gefa öllum leikskólum landsins plakat með íslenska táknmálsstafrófinu.

Félagið þakkar þeim Bryndísi og Árna kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf en myndin var tekin þegar þau heimsóttu okkur með gjafirnar þann 13. október.