Hækkun bóta

13. júl. 2023

Greiðslur hækka frá og með 1. júlí um 2,5% í samræmi við lög nr. 27/2022 og hækka greiðslur 1. júlí sem því nemur.

Helstu upphæðir örorku- og endurhæfingarlífeyris frá og með 1. júlí 2023 verða sem hér segir:

  • Örorku- og endurhæfingarlífeyrir er að hámarki 59.678 kr. á mánuði.
  • Tekjutrygging er að hámarki 191.105 kr. á mánuði.
  • Aldurstengd örorkuuppbót er að hámarki 59.678 kr. á mánuði (100%).
  • Heimilisuppbót er að hámarki 64.596 kr. á mánuði.

 

Lágmarks framfærslutrygging (vegna sérstakrar uppbótar til framfærslu) er:

  • 399.034 kr. á mánuði hjá þeim sem fá greidda heimilisuppbót.
  • 317.356 kr. hjá öðrum.