DNUR í Kaupmannahöfn

11. des. 2024

Fyrir hönd Puttalinga fór Mordekaí Elí á haustfund DNUR í Kaupmannahöfn. Ísland er með formennsku fyrir DNUR og í því felst að skipuleggja og stýra DNUR fundi.

Hvað er DNUR?
DNUR stendur fyrir Döff Norræna Ungmennaráðið, (eða s. Dövas Nordiska Ungdomsråd) sem var stofnað árið 2001. Það er mikilvægur vettvangur fyrir unga D/Döff á Norðurlöndum og leggur áherslu á samvinnu, menningarskipti og valdeflingu ungs táknmálsfólks. Markmið DNUR er að efla hreyfanleika, þátttöku og tækifæri fyrir unga D/döff, auk þess að styrkja tengsl milli Norðurlandanna.

 

Í upphafi fundarins gafst hverju landi tækifæri til að kynna stuttlega skýrslu með 3-5 helstu atriðum, hvort sem þeim var lokið eða enn í vinnslu. Það var einnig tími fyrir spurningar og umræður um skýrslurnar. Þessi hluti fundarins veitir okkur tækifæri til að deila núverandi stöðu og velferð samtakanna/deildanna okkar, auk nýlegrar starfsemi. Við ræddum einnig áhyggjur sem eru oft sameiginlegar milli landa og leituðum ráða um hvernig best væri að takast á við þau eða koma í veg fyrir vanda sem gætu komið upp í náinni framtíð.

 

Á fundinum var farið yfir ýmis mál, þar á meðal drög að fjárhagsskýrslu og samskipta- og mótaáætlanir DNUR, EUDY og WFDYS. Finnland kynnti Jaspel-mótin í Slóvakíu, og ég tilkynnti dagsetningar fyrir Norrænu menningarhátíðina, sem fer fram árið 2026 á Selfossi. Skipulagning mótanna gengur vel, og búist er við að áætlanir þeirra verði tilkynntar innan viku.

 

Þegar litið er til framtíðar, vonumst við til að næsti fundur verði haldinn í Færeyjum. Ef áætlanir breytast, er Ísland íhugað sem annar valkostur.