#StopKela

8. jún. 2017

Kela er túlkaþjónusta fyrir heyrnarlausa
Þann 2. júní komu meira en hundrað manns saman við Paavo Nurmi styttuna í Helsinki að mótmæla breytingum á skilyrðum sem Kela hafði sett fram vegna samkeppnishæfs tilboðs.

Kela er túlkaþjónusta fyrir heyrnarlausa og hefur verið á ábyrgð almanna tryggingastofnunnar frá haustinu 2010. Túlkaþjónustan býður upp á þjónustu fyrir döff, heyrnarskerta, sjónskerta, fólk með heyrnartruflanir og heyrnarskerðingu sem reiða sig á finnsku táknmáli í daglegu lífi. Kela ber ábyrgð á að senda táknmálstúlka á staði þar sem á þarf að halda fyrir táknmálsnotendur, en kaupir túlkaþjónustu frá utanaðkomandi þjónustuaðilum. Í fyrra þjónaði Kela túlkaþjónusta 6000 táknmálsnotendum.

Ljósmynd: Emilia Norppa

Hvaða tillögur liggja bakvið?
Aðalvandamálið við breytingarnar er að nýju skilyrðin fyrir túlkaþjónustu í tengslum við samkeppnishæf tilboð er að skerða niður ferðaþjónustu og strangari tímareglur við vinnutíma túlka. Ef þessu verður breytt þá getur fyrirtæki sem býður upp á túlkaþjónustu ekki greitt táknmálstúlkum fyrir ferð á milli staða og einnig skerðist vinnutími þeirra svo það er minna svigrúm fyrir sveigjanleika á vinnutíma túlksins.

Varðandi strangari tímareglur er að borga fyrir tíma sem táknmálstúlkar eru bókaðir og ekki meira. Til dæmis þurfa túlkar því miður að yfirgefa stað þegar tíminn þeirra er búinn þó táknmálsnotandi þurfi lengri tíma annars þurfa táknmálstúlkar að sitja áfram án þess að fá borgað. Einnig er ekki borgað fyrir sveigjanlega tíma né ferðir utan höfuðborgarsvæðisins í Helsinki og því verður mun erfiðara fyrir fólk utan Helsinki að fá túlkaþjónustu. 

Ljósmynd: Maija KoivistoÍ augum táknmálsnotenda eru nýju tillögurnar frá Kela óviðeigandi og þær skapa hættuleg áhrif í daglegu lífi döff í Finnlandi. Döff, táknmálstúlkar og önnur samtök ítrekuðu við Kela að hætta við nýju tillöguna og báðu Kela um að hlusta frekar á táknmálsnotendur og þá sem muna verða undir í nýju tillögunum.

Það komu 150 þátttakendur til Helsinki að Paavo Nurmen styttunni og afhentu undirskriftalista með 7000 undirskriftum sem kölluðu á greiðslustöðvun vegna samkeppnishæfs tilboðs. Undirskriftarlistinn var móttekinn af forstjóra almannatryggingastofnunarinnar Elli Aaltosen og hún sagðist lofa að stöðva samkeppnishæfa tilboðið til að koma í veg fyrir að döff fólk fái ekki túlkaþjónustu vegna niðurskurðar.