Málstofan verður 16.desember

9. des. 2015

Tíunda málstofan verður þann 16. desember kl. 14:30-15:30 á SHH, Grensávegi 9, Reykjavík.

Umsjón með málstofunni: Félag heyrnarlausra

Viðfangsefni:  Íslenskt táknmál er okkur hjartans mál

Fyrirlesarar: Heiðdís Dögg Eiríksdóttir

Félag heyrnarlausra er öflugt hagsmunafélag sem stendur vörð um hagsmuni og réttindi félagsmanna. Félagið hefur unnið marga smáa og stóra sigra  í baráttu sinni. Við leggjum sérstaka áherslu á að standa vörðu um réttarstöðu íslenska táknmálsins sem er forsenda þátttöku félagsmanna okkar í  þjóðfélaginu. Við vitum af eigin reynslu að íslenska táknmálið er undirstaða þess sem við erum í dag. Án íslenska táknmálsins er engin þroski, engin menntun, engin ábyrgð. Við viljum fulla þátttöku á jafnréttisgrundvelli á forsendum íslenska táknmálsins.  ​

Málstofan fer fram á ÍTM og verður raddtúlkuð á íslensku.