Merki Menningarhátíðar Döff 2026

15. des. 2023

Félag heyrnarlausra óskar eftir aðila til að hanna logo/merki Menningarhátíðar Döff á Íslandi 2026. Merkið á að sýna Norrænt merki DNR auk hönnunar með vísan til „Nordic Culture Festival 2026“. Vísun til Norrænna þátta í merkinu er kostur. 

Logoið verður notað á væntanlega heimasíðu Norrænu menningahátíðarinnar auk þess sem fáni og bolir verði merktir með logoinu. 

Félag heyrnarlausra greiðir 50.000 króna verðlaun fyrir það logo sem verður fyrir valinu. 

 

Félagið áskilur sér einnig rétt til að hafna þeim merkjum sem kunna að berast. Tillögur og fyrirspurnir sendist á Daða Hreinsson framkvæmdastjóra á dadi@deaf.is fyrir 13. janúar 2024.