• Hervör Guðjónsdóttir

Minning Hervör Guðjónsdóttir

7. apr. 2021

Hervör Guðjónsdóttir fyrrum formaður Félags heyrnarlausra og einn stofnenda þess er látin 90 ára að aldri. Hún lést á föstudaginn langa umvafin ást og kærleika fjölskyldu sinnar og eiginmanns síns Guðmundar Egilssonar. Hervör var einstök kona og markaði djúp spor í sögu Félags heyrnarlausra, hún var formaður félagsins um árabil ásamt því að hafa átt sæti í mörgum nefndum og kom þar á meðal á fót Norrænu samstarfi heyrnarlausra og þau hjón voru heiðursfélagar Félags heyrnarlausra. Hervöru var ávallt annt um félagið og lagði áherslu á að hugsa vel um félagið og gefast aldrei upp í baráttunni, var hún meðal annars fyrsta heyrnarlausa konan á Íslandi sem fékk bílpróf. Hjónin Hervör og Guðmundur tóku á sig fórnir til að félagið gæti eignast sitt eigið félagsheimili. Í kringum Hervöru var alltaf gleði og jákvæðni og minnast margir hennar með hlýju og væntumþykju, þegar hún var ung stúlka í heimavist Heyrnleysingjaskóla þar sem ung börn komu í skólann og söknuðu foreldra sinna sárt þá tók Hervör þau að sér og veitti þeim hlýju og ást. Minning hennar mun lifa í sögu Félags heyrnarlausra.

Stjórn og starfsfólk fyrir hönd Félags heyrnarlausra sendir eiginmanni Hervarar, Guðmundi Egilssyni og börnunum Bryndísi, Magnúsi, Ragnheiði, Guðjóni og Maríu og fjölskyldu þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. 

ÍTM minningarorð Hervör Guðjónsdóttir