• Ráðstefna

Námskeið í íslensku táknmáli

22. jún. 2021

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra býður döff innflytjendum upp á ókeypis námskeið í íslensku táknmáli. Á námskeiðinu verða undirstöðuatriði og málfræði ÍTM kennd.

Námskeiðið fer fram á SHH og kennarar eru Júlía G. Hreinsdóttir og Uldis Ozols.

Námskeiðið er 32 klukkustundir, alls 16 skipti, 2 klukkutímar í einu. Kennt verður tvisvar sinnum í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:00 – 19:00. Námskeiðið hefst 14. sept. og lýkur 4. nóv.

Skráning er nauðsynleg.

Endilega hafið samband við Eyrúnu Helgu Aradóttur, sviðstjóra táknmálssviðs ef þið óskið eftir frekari upplýsingum. Netfangið er eyrun.aradottir@shh.is.

Námskeiðið er styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála í umsjá Félagsmálaráðuneytisins.

Sjá nánar hér á heimasíðu SHH