Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóði Félags heyrnarlausra haust 2025
Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóði Félags heyrnarlausra – haustið 2025
Hægt er að sækja um styrki úr þremur sjóðum sem styðja við menntun, menningu og þátttöku heyrnarlausra, daufblindra og heyrnarskertra:
Menntunarsjóður Félags heyrnarlausra – styrkir formlega og óformlega menntun, starfsþjálfun og endurmenntun.
Styrktarsjóður Bjargar Símonardóttur – styrkir táknmálstúlkun og textun á menningarefni, auk frumkvöðlaverkefna á sviði íslensks táknmáls.
Styrktarsjóður Döff – styrkir þátttöku í menningar- og íþróttaviðburðum, ráðstefnum, æskulýðs- og öldrunarmótum, auk sumarhúsastyrkja.
Umsóknarfrestur fyrir alla sjóðina er til 1. október 2025.