Örorkuskírteini í rafrænu formi!

13. júl. 2023

Tilkynningin Tryggingarstofnunarinnar um stafræn örorkuskírteini

Þau sem eru með 75% örorkumat eiga rétt á örorkuskírteinum og er gildistíminn sá sami og örorkumatsins.

Örorkuskírteinin eru ekki í gildi persónuskilríkja en veita handhöfum þeirra ýmis konar afslætti hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum. Hér má sjá yfirlit á vef ÖBÍ yfir þessa aðila.

Tryggingarstofnun ríksins mælir með að sækja örorkuskírteinið beint úr Ísland.is appinu. Nánari leiðbeiningar er að finna hér á Ísland.is, en nánari upplýsingar um þessa nýbreytni má finna hér.