Pennasala vegna Menningarhátíðar á Íslandi 2026

23. jan. 2025

Pennasala Félags heyrnarlausra vegna Norrænnar menningarhátíðar 2026 er í gangi. Sölumenn á vegum félagsins selja hágæða penna til að standa undir kostnaði við Norræna menningahátíð heyrnarlausra sem haldin verður á Selfossi 5.-9. ágúst 2026. Búast má við nokkuð hundruð manns, allstaðar frá Norðurlöndunum á hátíðina þar sem menning heyrnarlausra í bland við náttúru landsins mun gefa af sér skemmtilega og gefandi hátíð. Verð pennanna er 3.500 kr. stk og koma þeir í fallegum leðurhulstrum með lógói félagsins og vísun í menningarhátíðina. 

Takk fyrir stuðninginn.