• Perlan – Undur íslenskrar náttúru boðskort til döff

Perlan – Undur íslenskrar náttúru boðskort til döff

6. jan. 2020 Fréttir og tilkynningar

Í tilefni af 60 ára afmæli Félags heyrnarlausra hefur Perlan í Öskjuhlíð boðið félagsmönnum og fjölskyldum þeirra að koma skoða sýninguna „Undur íslenskra náttúru“ þeim að kostnaðarlausu. Mæting er laugardaginn 18. janúar kl 14 í Perluna þar sem okkur er boðið leiðsögn um safnið með táknmálstúlk. Farið verður gegnum íshellinn, náttúrugripasafn skoðað og Norðurljósasýningin „Áróra“ sýnd. Heimsóknin tekur um 2 tíma og endar á efstu hæð Perlunnar þar sem hægt verður að fá veitingar á afmælistilboði.

Vinsamlegast tilkynnið þáttöku á netfangið thok@hi.is hjá Þórði Erni Kristjánssyni (Dotta) svo hægt sé að áætla fjölda gesta.