Puttalingar leitar að þér!

20. maí 2024

Endilega sjá auglýsinguna fyrir neðan, ef þú hefur áhuga á því, hjartanlega velkomin að sækja um við putto@deaf.is.

Puttalingar, æskulýðsdeild innan Félags heyrnarlausra leitar að sjálfstæðum, hressum, ábyrgðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að starfa í 4 daga sumarnámskeiði í Félagi heyrnarlausra fyrir ÍTM börn, frá og með 18. til 21. júní 2024.

Menntun sem nýtist í starfi og reynsla af störfum með börnum er mikill kostur og góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Leiðbeina börnum í leik og starfi
  • Samvinna og samráð við börn og annað starfsfólk
  • Aðstoð við skipulagningu á sumarnámskeiði

Hæfniskröfur

  • Táknmálskunnáttu skilyrði
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð
  • Hreint sakavottorð

 

Umsókn skal fylgja ferilskrá, öllum umsóknum verður svarað.

Vinnutími: Dagvinna (kl. 9/10 - 15/16)

 

Umsóknarfrestur er til og með: 31. maí 2024