Salarleiga Félags heyrnarlausra
Stjórn Félags heyrnarlausra hefur ákveðið að bjóða sal Félags heyrnarlausra til útleigu að nýju fyrir eingöngu félagsmenn sína. Er þetta ákveðið eftir úttekt eldvarnareftirlitsins og stórfelldar bætur á eldvarnareftirliti húsnæðisins. Eru þetta skilyrði fyrir útleigu salarins:
Leiguskilmálar
- Opnað verði fyrir útleigu á salnum fyrir félagsmenn eingöngu og aðeins til eigin nota.
- Hámarksfjöldi gesta yrði 49 manns.
- Ráða skal amk. einn starfsmann sem yrði eftirlitsaðili salarins um leið og síðastur út til að loka, læsa uppi -og niðri og slökkva á öllum rafmagnstækjum s.s. hljómflutningstækjum, uppþvottavél o.fl. Skal starfsmaður greiddur af leigjanda og er tímagjald kr. 5.000 krónur fyrir hverja unna klukkustund.
- Leiguverð yrði kr. 60.000 fyrir daginn/kvöldið og eru þrif á salnum innifalin í verði.
- Allt tjón sem kann að verða á innbúi, húsbúnaði og áhöldum eru á ábyrgð leigjanda.
- Leiga salarins er eingöngu til kl. 00.00 að síðasta lagi
- Félagið ábyrgist ekki að tryggja borðbúnað fyrir útleigðan viðburð og skal leigjandi kynna sér stöðu búnaðarins áður en viðburður er haldinn.
- Dúkar eru ekki í boði og skal slíkur búnaður leigður hjá þar til gerður fyrirtækjum.
- Samkomulag um slíkan samning skal undirritaður af hálfu leigjanda og leigusala áður en viðburður skal haldinn.
Vinsamlegast bókið salinn á deaf@deaf.is