• Merki Félags heyrnarlausra

Salarleiga Félags heyrnarlausra

20. mar. 2025

Stjórn Félags heyrnarlausra hefur ákveðið að bjóða sal Félags heyrnarlausra til útleigu að nýju fyrir eingöngu félagsmenn sína. Er þetta ákveðið eftir úttekt eldvarnareftirlitsins og stórfelldar bætur á eldvarnareftirliti húsnæðisins. Eru þetta skilyrði fyrir útleigu salarins:

Leiguskilmálar

  • Opnað verði fyrir útleigu á salnum fyrir félagsmenn eingöngu og aðeins til eigin nota.
  • Hámarksfjöldi gesta yrði 49 manns.
  • Ráða skal amk. einn starfsmann sem yrði eftirlitsaðili salarins um leið og síðastur út til að loka, læsa uppi -og niðri og slökkva á öllum rafmagnstækjum s.s. hljómflutningstækjum, uppþvottavél o.fl. Skal starfsmaður greiddur af leigjanda og er tímagjald kr. 5.000 krónur fyrir hverja unna klukkustund.
  • Leiguverð yrði kr. 60.000 fyrir daginn/kvöldið og eru þrif á salnum innifalin í verði.
  • Allt tjón sem kann að verða á innbúi, húsbúnaði og áhöldum eru á ábyrgð leigjanda.
  • Leiga salarins er eingöngu til kl. 00.00 að síðasta lagi
  • Félagið ábyrgist ekki að tryggja borðbúnað fyrir útleigðan viðburð og skal leigjandi kynna sér stöðu búnaðarins áður en viðburður er haldinn.
  • Dúkar eru ekki í boði og skal slíkur búnaður leigður hjá þar til gerður fyrirtækjum.
  • Samkomulag um slíkan samning skal undirritaður af hálfu leigjanda og leigusala áður en viðburður skal haldinn.

 

Vinsamlegast bókið salinn á deaf@deaf.is