Samfélagið er ekkert án ykkar!

5. des. 2024

Á hverju ári er 5. desember tileinkaður sjálfboðaliðum um allan heim.

Félag heyrnarlausra á Íslandi hefur alla tíð notið stuðnings ástríðufullra sjálfboðaliða, sem hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja samfélagið, og það er enn raunin í dag.

Sjálfboðaliðar innan hreyfingarinnar sinna fjölbreyttum verkefnum, stórum sem smáum, og tryggja með því að starfsemin dafni. Oft gleymist að þakka þessum ómetanlegu einstaklingum fyrir þeirra mikilvæga framlag, en þessi dagur er tilvalinn til að koma á framfæri hugheilu þakklæti til allra þeirra sem starfað hafa eða starfa í sjálfboðaliðastörfum innan hreyfingarinnar.

Vonandi mun Félag heyrnarlausra áfram njóta stuðnings sjálfboðaliða, svo að hreyfingin megi halda áfram að vaxa og eflast í þágu samfélagsins.

Félag heyrnarlausra sendir innilegar kveðjur til allra sjálfboðaliða í tilefni dagsins og færir þeim hjartans þakkir fyrir ómetanlegt framlag og frábær störf í þágu samfélagsins!