Félagsmál: Sjálfboðaliðar Rauða krossins

21. nóv. 2022

Verkefnin eru margþætt t.d mannvinur, leiðsöguvinur eða heimsóknarvinur.  Markmiðin eru helst að styrkja og efla félagslega þátttöku þeirra sem taka þátt og efla þau og eiga í samskiptum á íslensku táknmáli sem mest.  Unnið er út frá þörfum notenda hverju sinni og útfærslur verkefnis eru fjölbreyttar.  Þátttakan getur verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis, en reynt er að mæta óskum notenda eins og kostur er.  Sjálfboðaliðar myndu sækja táknmálstúlkað námskeið hjá Rauða krossinum áður en þeir hefja verkefnin með fólkinu.

Áhugasamir sendi upplýsingar um sig á Mordekaí Elí eða Daði fyrir 1. desember næstkomandi.  Meira er hægt að lesa um hlutverk sjálfboðaliða á hlekknum fyrir neðan: Viltu veita öðrum félagsskap, nærveru og hlýju?