• Heiðdís Dögg Eiríksdóttir

Snorri Deaf verkefni

1. mar. 2018

Táknmálsviðmót

Félag Heyrnarlausra er í samvinnu við www.icelandicroots.com og Snorra verkefnin* að leita að táknmálstalandi fólki af íslenskum ættum í N-Ameríku. Einnig er leitað að heyrandi núlifandi afkomendum heyrnarlausra í N-Ameríku. Eins og rætt er ástæðan fyrir þessari leit sú að ættfræðifvefurinn www.icelandicroots.com, Þjóðræknisfélag Íslendinga í N-Ameríku og stjórn Snorra verkefnanna hafa áhuga á að stuðla að skiptiheimsóknum (faglegum og menningarlegum) milli heyrnarlausra einstaklinga á Íslandi og í N-Ameríku. Þannig yrði komið á samskiptum milli heyrnarlausra í þessum löndum. En til þess að þetta geti orðið er nauðsynlegt að vita um skyldmenni/ættingja heyrnarlausra/táknmálstalandi Íslendinga – ykkar!

*Á vegum Snorra verkefnisins eru þegar þrenns konar gagnkvæmar heimsóknir milli landanna í gangi

  • (Snorri) Íslenskir unglingar heimsækja N-Ameríku.
  • (Snorri west) Unglingar frá N-Ameríku heimsækja Ísland.
  • (Snorri+) Fólk yfir 30 ára heimsækir Ísland.

Dagskrá er gerð fyrir alla hópana, markverðir staðir skoðaðir og fræðst um menninguna. Þá er mikil áhersla á að hitta skyldmenni þeirra sem eru komnir í heimsókn. Megintilgangur þessara verkefna er að stofna til vináttu og koma á sambandi milli skyldmenna á Íslandi og í N-Ameríku.  

Til þess að auðvelda leitina heldur Sunna Furstenau sem er stjórnandi ættfræðivefsins www.icelandicroots.com námskeið um vefinn í FH nú í vor. Námskeiðið verður í 4 tíma laugardaginn 7. apríl og þeir sem vilja meiri tilsögn geta komið aftur að æfa sig að leita á vefnum sunnudaginn 8. apríl. Námkeiðsgjald verður kr. 2000. Sunna talar ensku en allt sem hún talar verður túlkað. Einnig verður íslenskt aðstoðarfólk með til að aðstoða fólk.Vinsamlegast skráið ykkur á námskeiðið á skrifstofu okkar. Við þurfum að vita hvort áhugi er fyrir þessu námskeiði og fyrir því verkefni sem hér er verið að kynna.

ATH! Sunna þarf að tryggja sér flugfar frá Bandaríkjunum til Íslands og þess vegna þurfum við að vita hvort áhugi er fyrir námskeiðinu, ef af verkefninu verður gæti það fengið nafnið Snorri deaf.