• Taknmalsstafrofid-nytt

Stafrófið á íslensku táknmáli

25. nóv. 2021

Félag heyrnarlausra hefur framleitt og hafið dreifingu á allar deildir leikskóla á Íslandi plakat með íslenska táknmálsstafrófinu. Tilgangur með gjöfinni er að gefa börnum tækifæri á að læra að stafa einfaldar setningar eins og nöfn sín og fjölskyldu á táknmáli. Markmiðið með þessu er að börnin kynnist því að hægt sé að tala með höndunum auk þess sem þau öðlist reynslu í því að kynnast táknmálinu þó ekki sé nema lítillega í byrjun og gera þau viðbúnari til samskipta við heyrnarlausa.

Félag heyrnarlausra vonar einnig að táknmálsstafrófið verði til að auka áhuga barnanna á táknmálinu og þau hafi gaman af. Óski fyrirtæki eða samtök eftir því að eignast slíkt plakat er sjálfsagt að senda beiðni á deaf@deaf.is og við sendum plakötin til viðkomandi.

Að verkefninu koma ýmsar stofnanir og fyrirtæki með framlag og kann Félag heyrnarlausra þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn sem og frábærar viðtökur leikskólanna.

Taknmalsstafrofid-nytt