• The Silent Child

Stuttmynd um döff og táknmál var tilnefnd til Óskarsverðlauna

5. feb. 2018

Maisie Sly er 6 ára bresk stelpa frá Swindon, Englandi, sem er á leiðinni til Hollywood eftir að kvikmyndin  The Silent Child sem hún í lék var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Myndin er gerð með það í huga að efla vitundarvakningu um heyrnarleysi og táknmál. Myndin fjallar um döff stelpu, Libby, sem berst við heim þagnarinnar þar til umhyggjusamur félagsráðgjafi  gefur henni gjöf með því að kenna táknmál í samskiptum. Þegar Libby lærir að hafa samskipti með táknmáli, þá fattar miðstétta fjölskyldan hennar að hún er ekki „brotin dóttir“ sem þarf að láta laga sig. 

„Þegar við segjum Maisie um skilaboð myndarinnar, segir hún einfaldlega auðvitað getur döff fólk gert allt,“ segir faðir hennar Gilson Sly. 

Myndin er 20 mínútur að lengd, hefur nú þegar unnið verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og er komin á lista yfir fimm keppinauta fyrir bestu stutta Live Action mynd á þessu ári. Maisie var ráðin eftir framleiðendurnir fengu 100 döff og heyrnarskerta í prufur fyrir hlutverk stúlkunnar. 

Myndin vann verðlaun á Rhode Island kvikmyndahátíð
Maisie ferðaðist til Rhode Island á kvikmyndahátíð ásamt foreldrum sínum, sem eru líka döff, þar sem myndin vann verðlaun fyrir bestu stutt Live Action mynd. 

„Maisie er mjög spennt fyrir tilnefningu til Óskarsverðlauna og þetta er frábær ferð sem við höfum öll farið saman fjölskyldan og hún vonar eftir annarri ferð til Bandaríkjanna,“ segir faðir hennar Gilson. 

Með skilaboð myndarinnar á Gilson við að einfaldlega með því að setja breskt táknmál í námskrá getur það breytt lífsreynslu allra sem taka þátt á einhvern hátt, ekki einungis döff samfélag heldur allt samfélagsins í heild.

The Silent ChildÞörf er fleiri þáttum eins og Switched at Birth
Rachel Shenton er höfundur og leikkona myndarinnar og leikur félagsráðgjafann segir, „Af því þú getur ekki séð heyrnarleysi og það er ekki lífshættulegt en það er erfitt fyrir fólk að skilja að heyrnarleysið er ekki fötlun.“ 

„Við höfðum samband við flest félög heyrnarlausra til að finna leikkonu og en um leið og Maisie steig inn í herbergið vissum við strax að það átti að vera hún. Hún er sjálfstæð um heyrnarleysið sitt.“

Rachel Shenton sagði frá því að hún er að vinna með annað handrit núna því fólk vill vita hvað gerist í framhaldinu. Hún er viss um að þau fara öll á Óskarsverðlaunahátíðina ef þau fá tilnefningu.

„Breska sjónvarpið þarf líka þátt eins og Switched at Birth. Kannski mun ég skrifa handrit.“

Maisie kom bekkjarfélögum ásamt kennurum í grunnskóla á óvart með sýningu myndarinnar, The Silent Child.“ En mun Maisie leggja fyrir sig leiklistina, sagði faðir hennar að Maisie skiptir um skoðun um það reglulega og stundum myndi hún vilja gera meira og sýna fólki að döff getur gert allt sem það ætlar sér.